top of page

Svörin við þínum spurningum

Að sjálfsögðu hefur þú spurningar....

​Þú ert eflaust að fara langt fyrir utan þægindarrammann þinn með því að koma í myndatöku til okkar. Það er gott að hafa svör við þeim spurningum sem koma oftast upp hjá viðskiptavinum okkar. Ef þú finnur ekki svarið við þinni spurningu hér þá endilega sendu okkur línu og við leiðbeinum þér. 

Sendu fyrirspurn

 

  • Ég vil ekki að myndunum mínum sé deilt

Við heitum 100% trúnaði. Engum myndum verður deilt nema með leyfi þíns.

 

  • Ég hef áhyggjur af bólum, örum/slitum á líkamanum á mér.

Allar myndir fara í ákveðið ferli þar sem ég fer gaumgæfilega yfir allar myndinar í Photoshop. Ef þú hefur sagt mér frá ákveðnum göllum líkt og örum sem þú vilt alls ekki að sjáist á myndinni mun ég laga það. Eins laga ég mjög djúpar hrukkur en geymi nú eitthvað svo að myndin sé raunveruleg. En hafðu engar áhyggjur, ég mun einungis láta þig fá myndir sem að eru gullfallegar af þér.  

 

  • Ég er eldri kona eða kona í yfirþyngd. Á ég að vera að koma í svona töku? Er þetta eitthvað fyrir alla konur?

Konur á öllum aldri, stærð, húð/hárgerð/lit hafa komið til mín og ég fagna því svo sannarlega. Ég vil  taka myndir af raunverulegum konum með raunverulega líkama. Það er mitt markmið!

 

  • Hvar fer myndatakan fram?

Takan fer tram í Hafnarfirði þar sem ég hef komið mér upp flottri aðstöðu. Umhverfið er afslappað og notalegt og hlökkum við til að taka á móti þér. Nánari upplýsingar verða gefnar eftir að bókun hefur átt sér stað. 

  • Má ég taka einhverja með mér í myndatökuna?

Okkur finnst best að vinna með einstaklingnum einum og sér en ef þú vilt taka vinkonu með þér þá er það í lagi en við setjum takmarkið á eina vinkonu þar sem rýmið sem við vinnum í er ekki það stórt. 

 

  • Er hárgreiðsla og förðun innifalin? Má ég gera það sjálf eða fá vinkonu til að gera það fyrir mig?

Hluti af upplifuninni er að láta dekra við sig og fá þetta fullkomna útlit sem við leitumst eftir. Teymið mitt er sérstaklega þjálfað í að greiða og farða fyrir myndatökur og veit hvernig best er að vinna þannig að útkoman verður sú besta á mynd. Myndavélin gefur ákveðinn afsláttt þegar kemur að förðun og verður því að farða í takt við það svo dæmi séu tekin. Því höfum við ákáveðið að hafa eingöngu þennan eina pakka til að fá sem bestu útkomuna.

 

  • Hversu langan tíma tekur myndtakan?

Upplifunin sjálf tekur um 3 klst frá upphafi til enda.

 

  • Á ég að fara í brúnkusprey?

Við mælum eindregið á móti því að fara i brúnkusprey. Húðliturinn getur komið út ójafn þó svo að þú hafir margoft farið í svoleiðis meðferð áður. Leyfðu okkur að skyggja líkama þinn á réttum stöðum.

 

  • Í hverju á ég að vera?

Þetta er langalgengasta spurningin sem við fáum. Margar konur eiga ekki mikið af fallegum undirfötum og segjum við þvi að þú eigir skilið að fara og versla þér undirföt. Við erum með smá safn af kjólum, sokkaböndum og korselettum einnig. En endilega gerðu vel við þig og verslaðu þér fallegt sett. Spurðu okkur, við erum í sambandi við frábærar verslanir sem gefa viðskiptavinum okkar afslátt. 

 

  • Hverjar verða á staðnum?

Ljósmyndarinn og önnur af þeim sem eru i teyminu verða til staðar fyrir þig. Ljósmyndarinn þarf aðstoð við að stylla ljós, laga fatnað, hár og förðun á meðan á tökunni stendur. En hafðu engar áhyggjur, þær hafa setið fyrir sjálfar og vita því alveg hvað þú ert að ganga í gegnum. 

Hversu langt líður þar til að ég fæ myndirnar?

Ég gef mér um 2-3 vikur, fer allt eftir árstíðum, til að klára að vinna myndirnar og sýna þér þær. Svo tekur það um 10 daga að fá albúmið eftir það.

 

  • Ég kann ekkert að pósa! Hjálp!

Við erum hérna fyrir þig! Þú þarft ekki að kunna neitt.

 

  • Hvað með staðfestingargjaldið, get eg gengið það endurgreitt?

Staðfestingargjaldið (20%) er óafturkræfanlegt. 

bottom of page